Nei, ég sagði bara svona....
davíð örn ólafsson.
   
30.11.05

Var að koma af jólaföndri hjá bekknum hans Dassa Mass. Danir eru alevg ótrúlegir hvað allt svona varðar. Fólk mætti með heitan mat og kökur og svo fengu allir sér að borða af hlaðborðinu. Svo var að sjálfsögðu seldur bjór og gos. Svo komu smá söngatriði fyrir fullorðna og að því loknu var farið að föndra.
Þá að skólanum.
Verkefnavinnutörn 1 lokið, törn 2 byrjar á morgun.
Rétt náði að henda frá mér 2 stk verkefnum í gær, hversu góð þau voru er erfitt að svara. Ótrúlegt hvað tíminn getur stundum verið vondur við mann og leyft sér að fljúga eins og ekkert sé. Á morgun fáum við svo afhent verkefni sem við höfum 2 vikur til að skila af okkur, stefnan er að klára það á viku.
Yfir í annað.
Töpuðum síðasta leik á móti toppliðinu með 3 mörkum. Má segja að leikurinn hafi tapast í fyrri hálfleik þar sem við lentum 7 mörkum undir en vorum 5 undir í hálfleik. Í seinni hálfleik snérist svo blaðið við. Við náðum að vinna upp þetta forskot og komast einu yfir en þá tók þjálfi þá skynsamlegu ákvörðun að fara að skipta mönnum inná og við það komust hinir 2 mörkum yfir á stuttum tíma og náðum við ekki að vinna það upp. Spilaði fínt og setti 5 stk ásamt nokkrum fiskuðum boltum og vítum.
Það var eitt atvik í leiknum þar sem ég fann til með einum mótherjanum, en ein skyttan okkar tók eitt svaðalegt skot (hrikalega skotfastur andskoti) nema hvað höndinn fylgdi á eftir í andlitið á einum varnarmanninum og nefið klesstist út á kinn. Þetta er ástæðan fyrir því að ég neita að spila vörn annarsstaðar en í horninu ;)

Over and out.
Deivid.

.:Davíð:. kl. 21:03
18.11.05

Verkefnavinna og aftur verkefnavinna, er með 2 verkefni í gangi núna. Maður lærir víst best á þessu. Fór að lyfta í gær, tók lappirnar og er óhætt að segja að maður finnur aðeins fyrir því núna...sem er bara gott mál. Steig á vigtina og viti menn 84,5 = 2kg farin síðan á laugardaginn síðasta. Stefnan er að missa ekki mikið meira heldur að fara að þyngja sig af öðru en fitu.
Fór á handboltaæfingu í gær eða frekar skemmtikvöld þar sem kvenna- og karlaliðinu var hópað saman. Skipt var í 6 lið og svo var keppt í blaki, hokkí og blindbolta (allir með bundið fyrir augun og svo reynt að skora með bolta sem hefur "hringlu" inní sér). Ágætis skemmtun þar á ferð.
Helgin framundan, reikna með að það fari dágóður tími í verkefnavinnu en það kemur í ljós.
Það er orðið ansi kalt hérna núna, maður þarf að skafa bílinn á morgnana en sólin er samt ekki langt undan þegar líða tekur á daginn. Spurning hvort við fáum hvít jól.
Nóg í bili
Deiv.

.:Davíð:. kl. 09:47
16.11.05

Tøpudum leiknum i gær med einu, klikkudum á vítakasti tegar leiktíminn var búinn. Vid áttum í raun ekki stigid skilid, ef vid hefdum skorad. Slagelse var bara betri adilinn i tessum leik. Tad er ýmislegt sem tjálfarinn mætti gera betur og leggja áherslur á adra hluti en hann gerir.
Hann talar oft um ad vid séum ad spila fínan varnarleik en tad er mjøg rangt hjá honum. Vørnin er frekar gøtótt og mikid af mistøkum tar sem tad eru engar skýrar línur sem farid er eftir.
Vid erum ad spila 6-0 vørn og tad á ekki ad vera erfitt ad læra tessi fáu grunprincip sem fara tarf eftir til ad vørnin nái saman.
Nóg um handbolta.
Sídasta føstudag ákvad ég ad taka adeins til í matarædinu hjá mér og viti menn.....1-1,5 kg farin á 4 døgum. Tad tarf ekki mikid til, madur tarf bara ad neita sér um hluti sem mann langar í og borda tad sem mann langar ekki í ;) Ég finn líka strax mun á mér, lídur betur líkamlega og andlega.....jújú tetta fylgist allt ad. Fyrir mig ad missa 1 kg er erfidara tar sem ég get nú seint verid talinn feitur en tad tókst. Nú er bara spurning um ad halda tessu áfram og þyngja sig svo med massa. Tetta er bara spurning um sjálfsaga og honum stjórnar enginn nema madur sjálfur. Ekki bída med ad ákveda ad gera breytingar hjá sér heldur byrja strax í gær......madur sér aldrei eftir tví.

Nú er ég búinn ad vera ad fylgjast med øllu í kringum Jónsbók, Baugsmálid og allt tad og ef ég á ad segja eins er ad tá er stjórnmálaskodun mín ad breytast. Hef verid Sjálfstædismadur alla mína tíd en ég held ad sá tími sé ad enda. Ef satt reynist tad sem fram hefur komid í øllu tessu ad tá segi ég bara"Hreint land, fagur land...sendum Davíd og co. í sturtu"
Ef tad eru einhverjir sem hafa gert Ísland ad tví sem tad er í dag eru tad Jón Ásgeir og Jón Ólafsson.....og svo Björgólfsfeðgar að sjálfsögðu.

Í nótt urdu lokanidurstødur í borgarstjórnarkostningum hér í Odense. Í stuttu máli sagt tapadi núverandi borgarstjóri og óhætt ad segja ad tad sé Tinu Turner ad kenna. Hvernig?
Sídasta sumar var afmælisár H.C. Andersen og í tilefni tess voru mikil hátídarhøld og vantadi einhverja til ad vera adal. Á lokastundu ákvad Anker (fv. borgarstjóri) ad panta Tinu Turner, hún var alveg til í ad koma og syngja 3-4 løg en tad kostadi 1 mio. dollara sem og Anker gerdi......edlilegt. Búist var vid hagnadi af tessum hátídarhøldum og átti sá hagnadur ad fara í einhver gódgerdarmál en neeeeei, tad var stórtap á tessu øllu tøkk sé Tinu og Anker.

Læt tetta næja í bili.
Deivid

.:Davíð:. kl. 15:09
13.11.05

Go dag.
Hér er svo sem ekki mikið að frétta.
Það var fundur síðasta fimmtudag hjá handboltanum og nú á að rífa upp handboltann hér í Odense. Það á sem sagt að búa til lið sem á að vera það gott að það geti verið í "Liga". Hvernig það verður gert er ekki enn komið á hreint en eins og staðan er í dag að þá er DHG (liðið mitt) besta liðið í Odense og hvort það verða fengnir góðir leikmenn úr hinum liðunum í Odense eða búið til nýtt lið er óráðið en kemur í ljós í byrjun næsta mánaðar.
Ef svo yrði þá efast ég um að ég myndi taka þátt í því nema að fá greitt fyrir það, er sem sagt ekki til í að vera æfa alla daga vikunnar án þess að fá neitt fyrir það. En ég veit að það á að setja nokkrar millur DK í þetta. Kæmi ekki á óvart ef þeir myndu vilja fá mig í þetta þar sem kallinn er að brillera á æfingum ;)
Er búinn að rífa fram lyftingakortið hjá SATS og ætla ég að taka vel á því næstu mánuði. Stefnan er að þyngja sig um 3-4 kg í massa.

.:Davíð:. kl. 10:53
8.11.05

Leikurinn á sunnudaginn tapaðist með einu marki. Held að það sé óhætt að segja að dómararnir hafi átt sinn þátt í því. Þeir virðast hafa gert eitthvað í hálfleik sem gerði það að verkum að þeir fóru að hafa ótrúlega gaman af því að reka okkur útaf í seinni hálfleik. 7 brottvísanir og eitt rautt spjald á okkur í seinni hálfleik.....hvað er það?? Þetta minnir mann óneitanlega á ákveðnar freðýsur á íslandi. Svo fannst mér þjálfarinn ekki halda rétt á spilunum í leiknum.....maður lætur ekki einn og sama leikmanninn skora 16 mörk í einum leik en svona er þetta, maður græðir ekkert á því að vera vitur eftir á.

Held að ég þurfi að fara að ath bílasölur núna....nenni ekki að standa í að þurfa að vera að gera við drusluna einu sinni í mánuði. Fór áðan og keypti mér vatnslás, á ekki að vera neitt mál að skipta um hann og er það í raun ekki, en þegar ég byrjaði að skrúa fyrstu skrúfuna til að losa hann þá skrúfaðist hún í sundur, nenni ekki að standa í svona veseni. Þetta á að taka svona 10 mín að gera þetta en neeee ekki minn bíll, þetta er ekki í fyrsta skipti sem hann er að hrekkja mig með svona löguðu. Kannski er þetta áminning um að ég eigi að hjóla meira....gæti verið....veit ekki. En eitt er víst að bíllinn lagast ekki ef ég geri meira af því.
Svo er að koma annar hundur á heimilið þannig að maður þarf að fara að stækka við sig. Einn 7 manna myndi duga en því miður að þá eru bílar hér í DK bara svo hrikalega dýrir.
Svona er lífið
Davíð

.:Davíð:. kl. 10:59
4.11.05

Lífið í DK gengur fínt. Hér er bara góður hiti ennþá og ekki mikil breyting á því næstu daga. Las um daginn að það var slegið nýtt met því sólartímarnir í okt voru 10 tímum fleiri en í okt 1922, sem var gamla metið.
Boltinn er enn að rúlla hjá mér og er skyttuhlutverkið að gera góða hluti, báðar hægrihandarskytturnar eru meiddar og því neyðist maður til að taka þetta hlutverk að sér;)
Við erum í öðru sæti og satt best að segja að þá eigum við mjög góða möguleika á að komast upp um deild. Næsti leikur er á sunnudaginn og er hann í köben, þriðji leikurinn sem við leikum í köben á einum og hálfum mánuði held ég. Sleppti því að melda mig á Sálartónleikana sem eru á laugardaginn þar sem handboltinn er mikilvægari ;) Það væri samt ekkert leiðinlegt að skreppa á þá. Gísli og Auður eru víst með partý fyrir tónleika og Hannes Jón með eftirpartý þar sem sálarmeðlimir munu víst láta sjá sig. Maður hefði eflaust farið ef maður væri búsettur í köben en ég nenni ekki að standa í að vakna þunnur í öðru húsi en heima hjá mér.
Núna framundan er svo verkefnavinna út í eitt, eitt verkefni í hverju fagi.....skemmtilegt það.

Við fengum LOST þættina lánaða um daginn, var ekki búinn að sjá þá, og er óhætt að segja að maður sé búinn að sökkva sér oní þá, vá hvað þetta eru góðir þættir. Miklu skemmtilegara að horfa á þættina með stuttu millibili, ekki að þurfa að bíða í viku eftir næsta.

Í dag er svo J-dagurinn hér í DK, þe jólabjórinn frá Tuborg kemur á ölstofurnar, tímasetningin skiptir miklu máli í þessu því hann verður fáanlegur kl 20.59. Þessi bjór er hrikalega góður og má búast við að það renni nokkrir lítrar af þeim niður næstu daga. SKÁL!!


Kallinn er bara á forsíðunni á heimasíðu liðsins ;)

Lifið heil
Dabbinn

.:Davíð:. kl. 09:39