Nei, ég sagði bara svona....
davíð örn ólafsson.
   
31.12.05

Er að spá í að hafa þetta svona "gleðilega ...eitthvað blogg", skrifa bara á það á þeim dögum sem það á við. Þannig að næsta blogg verður um páskana....eða eitthvað;)
Hér í Odense er búið að snjóa út í eitt og mikið gleðiefni fyrir børn og voksne.
Dagurinn í dag á eftir að vera mjög fínn. Ætlum að borða með annari fjölskyldu hér í götunni og verður það án efa gott og gaman.
Hef ekki tíma í að skrifa meira þar sem ég á eftir að versla bjórinn fyrir kvöldið.....þarf að eyða heilum 500 ískr í einn kassa.....úffff buddan á eftir að verða tóm eftir þau kaup.
Annars segi ég bara gleðilegt nýtt ár og takk fyrir það gamla.
Farið varlega inn í nýja árið.
Deivid

.:Davíð:. kl. 11:59
24.12.05

Gleðileg jól öll sömul.

.:Davíð:. kl. 12:43
14.12.05

Jæja góðan daginn gott fólk.
Kominn tími á smá skrif.
Pestinn lagði mig síðasta sunnudag og lá ég gersamlega óvígur þann dag og ældi úr mér allt vit.....djöfulsins óþverri. Það eru allir meðlimir fjölskyldunnar búnir að fá þessa skæðu pest.
Gat því ekki verið með í leiknum á sunnudaginn. Hvað handboltann varðar að þá hefur þetta lið sem ég spila með, DHG, ákveðið að vera með í að byggja upp alvöru handboltalið hér í Odense, eins og ég hef sagt skrifað um áður. Þetta þýðir það að það skiptir ekki máli í hvaða sæti við lendum því við getum ekki fallið né farið upp. Út af þessu vildu þjálfararnir nota mig með liði 2 en ef það á að fá að starfa áfram þurfa þeir að halda sér upp í sinni deild, sem er svokölluð Fynsserien, þe Fjónska deildin (spila bara við lið á Fjóni). En eins og fyrr segir að þá lá ég óvígur þann leik.
Nú fer verkefnatörninni að ljúka og við tekur próflestur, það vill svo skemmtilega til að fyrsta prófið er 2 janúar......hvað í andskotanum á það að þýða????
Eina sem maður getur sagt við því er "..djöfullinn danskur" og verið svo rólegur á áramótunum ;)

Lifið heil.
Deivid

.:Davíð:. kl. 12:19