Nei, ég sagði bara svona....
davíð örn ólafsson.
   
25.1.06

Orðinn leiður á að sjá alltaf smettið á mér og þetta blessaða nef í hvert skipti sem ég kíki á heimasíðuna mína þannig að ég ákvað að skrifa nokkrar línur svo þetta færist nú neðar og jafnvel hverfi af skjánum.
Maður er búinn í prófum og er búinn að vera í afslöppun síðan. Búið að bjóða manni vinnu í fríinu en ég neitaði. Maður á nú alveg skilið smá pásu.
EM byrjar svo á morgun og á maður eflaust eftir að horfa á nokkra leiki þar. Danir eru ágætlega duglegir við að sýna leiki og svo er hægt að horfa á rúv.is til að sjá íslensku leikina.
Raunhæf úrslit á mótinu? ...held að ég verði að vera sammála Geira Sveins og segi 7-8 sæti.

Hér er búin að vera snjór í mánuð og er það saga til næsta bæjar. Stefnir ekkert í að hann sé að fara á næstu dögum en aftur á móti þá eru ekki nema 2 mánuðir í að maður getur verið á bolnum úti yfir daginn, miðað við myndir frá í fyrra ;)
Þann 18. feb sækjum við Ísland heim og verðum þar í viku. Verður eflaust fínt að kíkja aðeins á klakann. Næstum eitt og hálft ár síðan ég fór þangað síðast.
Handboltinn hér........ekkert að gerast í honum, þe er voðalega lítið að æfa en er alltaf boðaður í leiki með liði 2.
Næsta mál hjá mér er að fjárfesta í lyftingarbekk og lóðum því það kostar bara svipað og 2 mánuðir í líkamsrækt. Hef svo sem góða aðstöðu fyrir það á baðherberginu á efri hæðinni, þeir sem þekkja til vita hvað ég meina. Hef aldrei séð eins illa nýtt baðherbergi, eitt stærsta herbergið í húsinu og hefur bara vask, klósett og sturtu......mjög eðlilegt. Fínt að geta smellt sér á klósettið ef maður ofreynir sig eitthvað ;)

Lifið heil
Deivid.

.:Davíð:. kl. 22:12
20.1.06


Svona var maður fyrir ári síðan. Bara smá upprifjun.
Ákvað að setja þetta inn til að sýna Bjarney smá stuðning ;)
Líka ágætt að taka það fram að ég nefbrotnaði í handbolta.....bara til að taka allan vafa um hvernig persóna ég er.Posted by Picasa

.:Davíð:. kl. 00:22


Svona var maður eftir aðgerðina, breytir öllu að vera með gifs. Posted by Picasa

.:Davíð:. kl. 00:12
6.1.06

Próflestur í fullum gangi þessa daganna. Ekki alveg skemmtilegasti tíminn en þetta tekur brátt enda. Svo þegar næsta önn er búin þá er stefnan að flytja til kóngsins köben og vera þar í einhvern tíma. Kem til með að skrifa lokaritgerðina þar og ef maður þarf að bregða sér í skólann að þá er það bara lestin. Lestarferðir eru fínn ferðamáti og tekur það um 2 tíma að ferðast á milli og er þá tilvalið að nota tímann til að lesa....ik? Konan ætlar að fara í skóla í köben næsta haust og þar sem hennar nám finnst bara í köben að þá er þetta besti kosturinn. Í köben kemur maður til með að hitta marga fræga menn úr boltanum og má þar hæst nefna Agga og Kára Marís. Ekki leiðinlegt að geta rifið upp gítarinn og tekið nokkur lög með honum Kára, langt síðan síðast. Við höfum meira að segja orðið það frægir að vera fengnir til að skemmta á árshátíð hjá ...einhverju fyrirtæki, þar sem góð lög voru sungin og brandararnir fengu að fljúga. Þetta var örugglega í fyrsta og eina skiptið sem ég á eftir að gera svona lagað. :)

Deivid

.:Davíð:. kl. 11:05